Tvö íslensk skip eru nú á leið til Belgíu þar sem þau verða rifin niður í brotajárn; skuttogarinn Óskar RE og togbáturinn Sigurður G.S. Þorleifsson SH, sem fékk nafnið Aðalvík SH um svipað leyti og honum var lagt, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Óskar kom til Seyðisfjarðar í síðustu viku og tók Sigurð í tog. Jón Pétur Pétursson, sem annast milligöngu um söluna á skipunum, sagði í samtali við Fiskifréttir að ferð þeirra hefði gengið vel. Í byrjun vikunnar lágu þau við akkeri úti af Edinborg og biðu betra veðurs.

Sigurður G.S. Þorleifsson SH var búinn að liggja verkefnalaus í nokkur ár í Seyðisfjarðarhöfn. Óskar RE var gerður út til skamms tíma meðal annars til veiða á lýsu. Síðustu verkefni hans voru flutningar við Grænland.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.