Alls nemur fjárfesting Eimskipafélagsins í tveimur nýjum gámaskipum um 6,6 milljörðum krónum. Eins og fram kom í Fiskifréttum fyrir viku er stefnt að því fyrra skipið verði afhent í apríl 2019. Um er að ræða raðsmíði á þremur skipum í samvinnu við Royal Arctic Line

Skipin verða allmiklu stærri en núverandi stærstu skip eru. Dettifoss/Goðafoss eru stærstu skip félagsins nú en þau taka 1.457 tuttugu feta gáma en nýju skipin sem verið er að smíða bera 2.150 tuttugu feta gáma.

Skipin verða allmiklu stærri en núverandi stærstu skip eru. Dettifoss/Goðafoss eru stærstu skip félagsins nú en þau taka 1.457 tuttugu feta gáma en nýju skipin sem verið er að smíða bera 2.150 tuttugu feta gáma.

Skipin verða allmiklu stærri en núverandi stærstu skip eru. Dettifoss/Goðafoss eru stærstu skip félagsins nú en þau taka 1.457 tuttugu feta gáma en nýju skipin sem verið er að smíða bera 2.150 tuttugu feta gáma.

Samningsverð hvors skips nemur um 32 milljónum dollara eða jafnvirði um 3,3 milljörðum íslenskra króna. Flutningsgeta nýju skipanna í samanburði við stærstu skip félagsins í dag er um 40% meiri.

22 skip í rekstri

Hallgrímur Björnsson, forstöðumaður hjá Eimskip, segir félagið stöðugt horfa til tækifæra sem snúa að endurnýjun skipaflota félagsins og eru nýju skipin hluti af endurnýjunarferli. Eimskip er með 22 skip í rekstri í dag, þar af 13 eigin skip og 9 skip á leigu.

Félagið flytur um tvær milljónir tonna árlega í flutningakerfi sínu á Norður-Atlantshafi.

Nýju skipin þrjú munu hafa reglulega viðkomu í Reykjavík og mögulega einnig á Grundartanga. Stefnt er að því að fyrsta skipið verði afhent í apríl 2019 og hin í beinu framhaldi í maí og júní sama ár.

Skipin verða tæpir 180 metrar á lengd og djúprista þeirra er 9 metrar. Skipin munu nýta nýjan bakka utan Klepps. Skipstjórar Eimskipafélagsins hafa lýst áhyggjum af því að sá bakki liggi verr við ríkjandi vindáttum en núverandi Kleppsbakki og þvæí geti orðið meiri þörf fyrir þjónustu öflugra dráttarbáta en verið hefur.

Eins og fram kom í Fiskifréttum fyrir viku sendi Eimskip erindi til Faxaflóahafna þar sem vakin var athygli á að nýju skipin sem félagið er að smíða séu mun stærri en þau sem verið hafa og því mun vera þörf fyrir möguleika á þjónustu öflugri dráttarbáta en höfnin hefur yfir að ráða núna. Hallgrímur segir að hafnarstjórn hafi þakkað fyrir erindið og ábendinguna.

Í viðtali við Gísla Gíslason hafnarstjóra Faxaflóahafna þann 20. júní, kom fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um kaup á nýjum dráttarbáti en að það hafi verið horft til þess í gegnum tíðina, sérstaklega í ljósi aukinnar tíðni stærri skemmtiferðaskipa. Þar kom fram að Faxaflóahafnir væru að horfa til dráttarbáts með 80-90 tonna togkraft.