Gömlu varðskipin Týr og Ægir sem seld voru félagi í Grikklandi fyrir um ári og skarta nýjum nöfnum bíða þess enn í Sundahöfn að verða send hinum nýja eiganda.

Samkvæmt upplýsingum frá Skipamiðluninni Gára sem annaðist viðskiptin er verið að gera ýmsar breytingar á skipunum tveimur sem ekki hefur verið siglt um langa hríð. Vonast sé til að þau nái í nýja höfn ytra fyrir árslok.

Varðskipin tvö hafa þegar fengið ný nöfn og heita nú annars vegar Poseidon og hins vegar Oceanus.