Tveir hafa gefið kost á sér til að gegna formennsku í Landssambandi smábátaeigenda, en kosið verður á aðalfundi samtakanna sem hefst næsta fimmtudag.
Á þessari stundu er vitað um tvo sem verða í kjöri, Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda og Arnar Þór Ragnarsson formaður Hrollaugs á Hornafirði og stjórnarmaður í LS. Arnar Þór er skipstjóri á aflabátnum Ragnari SF.
Nánar um aðalfundinn á vef LS.