Tveir hafa tilkynnt framboð til formanns Landssambands smábátaeigenda. Þeir eru Þorvaldur Garðarsson og Halldór Ármannsson. Eins og fram hefur komið hyggst Arthur Bogason hætta sem formaður LS.
Þorvaldur er formaður Árborgar - félags smábátaeigenda á Suðurlandi. Þorvaldur var varaformaður LS 2004-2007, situr í framkvæmdaráði LS og hefur verið í stjórn landssambandsins frá 1995. Þorvaldur gerir út og er skipstjóri á krókaaflamarksbátnum Sæunni Sæmundsdóttur ÁR-60.
Halldór er formaður Reykjaness - félags smábátaeigenda á Suðurnesjum. Halldór er varaformaður LS, situr í framkvæmdaráði LS og hefur verið í stjórn landssambandsins frá 2006. Halldór gerir út og er skipstjóri á krókaaflamarksbátunum Guðrúnu Petrínu GK-107 og Stellu GK-23.