Þann 28. janúar voru merktir tveir hnúfubakar skammt innan við Æðey í Ísafjarðardjúpi. Upplýsingar hafa borist um ferðir annars þeirra, en sá synti út úr Ísafjarðardjúpi daginn eftir merkingu.
Þaðan hélt hvalurinn ákveðið til vesturs og inn í grænlenska lögsögu. 2. febrúar var hnúfubakurinn staddur um 460 km vestur af Snæfellsnesi, um 170 km frá strönd Grænlands.
Hægt er að fylgjast með ferðum hvalsins á vef Hafró, HÉR.