Smábátarnir Hrólfur Einarsson og Sirrý hafa hvor um sig komið með yfir 1.000 tonn að landi það sem af er fiskveiðiárinu, eða á átta og hálfum mánuði. Nánar til tekið er Sirrý með 1.088 tonn og Hrólfur Einarsson með 1.085 tonn.

Frá þessu er greint á vefnum vikari.is og þess látið getið að bæta mætti þriðja bátnum eða réttara sagt þriðju áhöfninni í þennan hóp því Vilborg /Fríða Dagmar hefur aflað 1.075 tonn frá 1. september 2011.

Tveir aðrir bátar fara fljótlega fyrir 1.000 tonna markið en það eru Einar Hálfdáns, sem er kominn með 938 tonn, og Guðmundur Einarsson, sem er kominn með 934 tonn. Þá er veik von fyrir Sigga Bjartar að ná 1000 tonnum á fiskveiðiárinu en afli bátsins er nú kominn í 699 tonn.

Áhafnir þessara sex smábáta hafa því komið með rúmlega 5.800 tonn að landi það sem af er fiskveiðiárinu sem er rúmlega helmingur landaðs afla í Bolungarvík á sama tímabili.