Það fór heldur illa fyrir stórum brunnbáti sem verið var að sjósetja í skipasmíðastöðinni Celiktrans í Tyrklandi nú á dögunum. Báturinn lagðist á hliðina við bryggju og stórskemmdist.
Brunnbáturinn hafði verið smíðaður fyrir norskt fiskeldisfyrirtæki og var tilbúinn til afhendingar. Báturinn er 50 metra langur og 12 metra breiður. Smíðaverð er í kringum 100 til 115 milljónir norskar, eða um 2 milljarðar ISK. Tjónið var mikið og meðal annars skemmdust allar raflagnir og rafbúnaður.
Frá þessu er greint á vef norska ríkissjónvarpsins .