Hrefnubáturinn Hrafnreyður KÓ landaði í gærmorgun á Hvammstanga tveimur hrefnum sem hann veiddi um helgina.
Kjötið af þeim fór í dreifingu á veitingastaði og verslanir í morgun. Þetta kemur fram á vef Hrefnuveiðimanna. Þar segir ennfremur að við skoðun í maga dýranna hafi komið í ljós að þeir voru fullir af þorski. Ekki sé óalgengt að hrefnur séu í stærri fiski á þessum slóðum.