Túnfiskur af Hoffelli SU var skorinn á bryggjunni á Fáskrúðsfirði í síðustu viku og gefinn gestum og gangandi. Lætur nærri að túnfiskur hafi verið eldaður á öðru hverju heimili í bænum.

Hoffell SU veiddi túnfiska á Stokksnesgrunni í síðustu viku er skipið var þar að makrílveiðum. Tveir túnfiskar náðust heilir um borð og vógu þeir samtals um 370 kíló.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.