Veiðar á bláuggatúnfiski eða svarta gullinu eins og hann er nefndur í Japan standa nú sem hæst. Löng hefð er fyrir þessum veiðum nyrst í Japan.

Veiðarnar fara fram á stóru svæði í Kyrrahafinu. Hart er deilt á þennan veiðiskap. Menn segja að túnfiskurinn sé ofveiddur og að stór túnfiskskip, m.a. frá Evrópu, noti þyrlur við leit að túnfiskinum.

Túnfiskurinn er svo eftirsóttur að aðeins einn fiskur getur gefið mörg þúsund dollara í aflaverðmæti.

Heimild: Fiskeribladet/Fiskaren