Atvinnuvegaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um túnfiskveiðar á þessu ári. Alls er íslenskum skipum heimilt að veiða 30,97 tonn af Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski miðað við afla upp úr sjó.
Af þeim heimildum skal 26 tonnum úthlutað til eins skips sem stundar veiðar með línu, tveimur tonnum skal ráðstafa til báta sem stunda sjóstangaveiðar og 2,97 tonn eru tekin frá til að standa straum af hugsanlegum meðafla annanna íslenskra skipa.
Túnfiskleyfið til sjóstangaveiða er nýmæli en tekið er fram að óheimilt sé að fénýta túnfisk sem veiðist á stöng. Einnig má fiskiskip sem stundar sjóstangaveiði á túnfiski aðeins veiða einn fisk á dag.
Þá kemur fram í reglugerðinni að umsóknir bæði til línuveiða og til sjóstangaveiða geti gilt til allt að þriggja ára.
Ef fleiri en ein umsókn berst um túnfiskveiðar á línu er heimilt að varpa hlutkesti um umsóknirnar.
Í þessu samhengi má nefna að í desember síðastliðnum veiddist úti fyrir ströndum Kaliforníu stærsti guluggatúnfiskur sem fengist hefur á stöng, eða um 225 kíló. Sá sem veiddi hann fékk fenginn ekki skráðan sem metafla því skipstjóri bátsins hjálpaði honum við að draga fiskinn um borð. Heimsmetið var sett fyrir tveimur árum en þá veiddist túnfiskur á stöng sem var rétt rúm 200 kíló.
Sjá nánar á
http://ekstrabladet.dk/nyheder/samfund/article1882080.ece