Ísland er aðili að Atlantshafs túnfiskveiðiráðinu (ICCAT) og koma í hlut Íslands aflaheimildir fyrir árið 2011 sem nema 78 tonnum af bláuggatúnfiski, með fyrirvara um breytingar. Bláuggatúnfiskveiðar er einungis heimilt að stunda á línu og eru bundnar við tímabilið 1. águst til 31. desember 2011 á veiðisvæði sem nánar er tiltekið í auglýsingunni. Útgerðir sem hafa áhuga á að taka þátt í veiðum á bláuggatúnfiski á árinu 2011 skulu sækja um veiðiheimildir til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fyrir 14. febrúar 2011. Samkvæmt reglum ICCAT er aðeins heimilt að úthluta einu íslensku skipi veiðileyfi árið 2011. Aflaheimildir má ekki flytja milli ára. Því má bæta við að enginn nýtti túnfiskkvóta síðasta árs.

Sjá nánar á vef sjávarútvegsráðuneytisins, HÉR