Landhelgisgæslunni barst í gærmorgun tilkynning um að tundurdufl hefði borist í vörpu togbátsins Bergeyjar VE úti fyrir Austfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með sprengjusérfræðinga LHG og búnað um borð í varðskipið Þór sem flutti þá áfram um borð í Bergey.
Ekki var talin þörf á að flytja áhöfn Bergeyjar frá skipinu og gerðu sprengjusérfræðingar tundurduflið óvirkt um borð.
Um var að ræða þýskt tundurdufl frá seinni heimstyrjöldinni með 350 kg hleðslu.
Skipið sigldi að minni Reyðarfjarðar þar sem tundurduflinu var eytt. Varðskipið Þór fylgdi skipinu eftir.
Sjá fleiri myndir á vef LHG