Alls seldu Norðmenn 2,6 milljónir tonna af sjávarafurðum árið 2017, en það magn dugar í 36 milljónir máltíða hvern einasta dag ársins.
Verðmæti aflans jókst um þrjú prósent milli ára en aflamagnið jókst um sjö prósent.
Þetta kemur fram í samantekt norska sjávarafurðaráðsins (Norges sjømatråd).
„2017 var enn eitt frábæra árið fyrir norskan útflutning á sjávarafurðum,“ er haft eftir Renate Larsen á vef ráðsins, en hún er framkvæmdastjóri þess. „Við sjáum að bæði verðmæti og magn hefur aukist á erlendum mörkuðum í Asíu og Bandaríkjunum. Samhliða því hefur útflutningur til Evrópusambandsins haldist óbreyttur frá 2016.“