„Maður á erfitt með að sjá fyrir sér að menn láti þá þekkingu sem er þarna innan dyra, í mannauði og öðru, glatast,“ segir Garðar Svavarsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, um gjaldþrot Skagans 3X.

Loðnuvinnslan er með mikinn búnað frá Skaganum 3X í vinnslu sinni; sjálfvirknikerfi og plötufrysta og pökkunarlínur.

Sjálfvirknivæddu uppsjávarfrystinguna

„Þeir sjálfvirknivæddu uppsjávarfrystinguna,“ segir Garðar. „Skaginn hefur skipt íslenskan sjávarútveg og fyrirtækinu í landinu gríðarlega miklu máli í gegn um árin. Það er kannski það alvarlegasta í þessu. Fyrirtækið hefur staðið í fararbroddi í ákveðinni þróun í tækni- og sjálfvirknivæðingu á uppsjávarvinnslunni hér og víða annars staðar. Það er alveg ljóst að þetta hefur veruleg áhrif. Óneitanlega verður þetta högg,“ segir Garðar.

Þurfum að fylla í eyðurnar

Aðspurður hvað taki við varðandi viðhald og þjónustu tækjabúnaðarins segir Garðar að til séu aðilar sem veiti hluta þeirrar þjónustu sem Skaginn áður sinnti. „En við þurfum vissulega að finna hvernig við ætlum að fylla í þær eyður sem verða til eftir við brotthvarf Skagans,“ segir hann. Það eigi eftir að skýrast hverjir taka við boltanum.

„Maður trúir ekki öðru en að í einhverri mynd verði sú þekking og mannauður sem er þarna til staðar nýttur til góðra verka,“ segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.

„Maður á erfitt með að sjá fyrir sér að menn láti þá þekkingu sem er þarna innan dyra, í mannauði og öðru, glatast,“ segir Garðar Svavarsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, um gjaldþrot Skagans 3X.

Loðnuvinnslan er með mikinn búnað frá Skaganum 3X í vinnslu sinni; sjálfvirknikerfi og plötufrysta og pökkunarlínur.

Sjálfvirknivæddu uppsjávarfrystinguna

„Þeir sjálfvirknivæddu uppsjávarfrystinguna,“ segir Garðar. „Skaginn hefur skipt íslenskan sjávarútveg og fyrirtækinu í landinu gríðarlega miklu máli í gegn um árin. Það er kannski það alvarlegasta í þessu. Fyrirtækið hefur staðið í fararbroddi í ákveðinni þróun í tækni- og sjálfvirknivæðingu á uppsjávarvinnslunni hér og víða annars staðar. Það er alveg ljóst að þetta hefur veruleg áhrif. Óneitanlega verður þetta högg,“ segir Garðar.

Þurfum að fylla í eyðurnar

Aðspurður hvað taki við varðandi viðhald og þjónustu tækjabúnaðarins segir Garðar að til séu aðilar sem veiti hluta þeirrar þjónustu sem Skaginn áður sinnti. „En við þurfum vissulega að finna hvernig við ætlum að fylla í þær eyður sem verða til eftir við brotthvarf Skagans,“ segir hann. Það eigi eftir að skýrast hverjir taka við boltanum.

„Maður trúir ekki öðru en að í einhverri mynd verði sú þekking og mannauður sem er þarna til staðar nýttur til góðra verka,“ segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.