Truflun hefur orðið á fraktflugi með fisk rétt eins og farþegaflugi vegna öskufallsins úr Grímsvötnum. Til stóð að fraktflugvél frá Icelandair færi tvær ferðir með ferskan fisk til Liege í Belgíu í gær, sunnudag, en af því varð ekki. Áformað er að vélin fari eina ferð til Belgíu í kvöld.
Ferskur fiskur er einnig sendur með farþegavélum en tilkynnt hefur verið að vélarnar sem fara í kvöld muni ekki taka flugfrakt.
,,Þetta ástand setur óneitanlega strik í reikninginn hjá þeim sem vinna ferskan fisk í flug. Það er erfitt að framleiða upp á guð og lukkuna. Menn verða að taka einn dag í einu og fylgjast með öskuspánum,” sagði Guðmundur Jónasson deildarstjóri hjá Iceland Seafood í samtali við Fiskifréttir. ,,Við þekkjum þetta frá gosinu í fyrra. Menn fara fram með gætni og framleiða meira af ferskum fiski í skipafraktina. Svo er bara að vona að gosið verði stutt.