Makrílveiðar í grænlensku lögsögunni hafa gengið mun hægar í ár en í fyrrasumar. Samkvæmt heimildum frá Grænlandi var í fyrradag, 5. ágúst, búið að tilkynna um veiðar á 16 þúsund tonnum. Um þetta leyti í fyrra var búið að veiða 20 þúsund tonnum meira en nú.
Fyrstu fimm dagana í ágúst veiddust aðeins um 500 tonn á dag. Átján skip eru að veiðum.