,,Það er enginn kraftur í veiðunum, þetta gengur svona hægt og bítandi. Skipin eru að fá rúmt tonn á togtímann,” sagði Kristján Kristjánsson stýrimaður á frystitogaranum Örfirisey RE þegar Fiskifréttir slógu á þráðinn til hans í gær og forvitnuðust um gang úthafskarfaveiðanna.

Örfirisey var þá stödd í litlum hópi skipa um 30 sjómílur utan við landhelgismörkin á Reykjaneshrygg en auk íslenska skipsins voru þar fjórir rússneskir togarar. Meginhluti flotans hélt sig hins vegar í námunda við annan karfablett um 11 mílur utan við línuna. Þar voru í gær um 30 skip, íslensk, rússnesk, spænsk, portúgölsk og eitt frá Hollandi.

Nánar um málið í Fiskifréttum í dag.