,,Það er búin að vera ágæt veiði en eftir að óveðrið skall á sl. sunnudag hefur verið leiðindaveður á miðunum og það hefur gert mönnum erfitt fyrir. Við vorum komnir til Vopnafjarðar á laugardag og vorum í góðri veiði fyrir helgina,“ segir Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni AK í viðtali á heimasíðu HB Granda.
,,Við vorum með um 560 tonna afla. Uppistaðan í aflanum var makríll eða um 480 til 500 tonn en við fengum einnig kolmunna og síld. Það er töluvert af dreifðum kolmunna á dýpinu út af grunnunum en við vorum að veiðum norður af Litladjúpi í veiðiferðinni,“ segir Guðlaugur.
Sjá nánar á vef HB Granda.