Undanfarna mánuði hefur ný tegund aðgerðarkerfis af gerðinni Rotex frá 3X Technology rutt sér til rúms í minni bátum. Aðgerðarkerfi hafa til þessa ekki verið algeng í smábátum en nú hefur orðið breyting þar á. Kerfið er sagt stuðla að stórbættum aflagæðum.

Alls hefur Rotex kerfið verið keypt í tólf smábáta í Noregi og á Íslandi, en útgerðirnar eru Jakob Valgeir (2 bátar), Stakkavík (2 bátar), Einhamar Seafood (2 bátar) Agustson (1 bátur), Esköy (2 bátar), West Atlantic (1 bátur), Oyliner (1 bátur) og Sigurbjörg (1 bátur).

Kerfið samanstendur m.a. af blóðgunarkassa, Rotex blæðingartanki, kælikari og meðaflakörum auk annars búnaðar. Búnaðinum er ætlað að tryggja jafna, skjóta og örugga blæðingu og kælingu afla áður en gengið er frá honum í lestar. Með blæðingartankinum næst full stjórn á blæðingu fisksins og kerfið tryggir einnig að hámarks kælitími næst á aflanum. Með þessum bættu vinnubrögðum hægir á dauðastirðnunarferli fisksins og tækifæri gefst til þess að stýra betur vinnslu aflans þegar í land er komið. Hægt er að fá fullkomin kerfi sem henta bátum allt niður í 11 metra langa.

Sjá nánar á facebook síðu 3X Technology.