Frá árinu 2000 hefur skoskur sjávarútvegur fengið meira en 69 milljónir punda (um 12,4 milljarða ISK) í styrki úr Evrópska fiskveiðisjóðnum (EFF).

Þetta kom fram í máli Richard Lochead, sjávarútvegsráðherra Skota, er tilkynnt var um nýjustu úthlutun úr þessum ESB-sjóði til skoskra fyrirtækja.

Styrkveiting EFF að þessu sinni hljóðar upp á 2,6 milljónir punda (465 milljónir ISK) og fer hún til 78 verkefna í fiskveiðum, fiskeldi og fiskvinnslu.

Fiskvinnslufyrirtækið Laeso Fish Ltd í Peterhead fær hæsta styrkinn, 683 þúsund pund (122 milljónir ISK), til að bæta frystikerfið og í fleiri umbætur. Annar hæsti styrkurinn var 101 þúsund pund (18 milljónir ISK) til fyrirtækis sem ætlar að auka framleiðsluna og fjölga störfum.

Fréttavefurinn Fishupdate greinir frá þessu.