Alls voru 1.696 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun í lok árs 2013 og hafði þeim fjölgað um sex frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var alls 783 og samanlögð stærð þeirra 89.478 brúttótonn. Vélskipum fjölgaði um fimm á milli ára en stærð flotans jókst um 203 brúttótonn.
Togarar voru alls 51 og fækkaði um fimm frá árinu á undan. Heildarstærð togaraflotans var 60.161 brúttótonn og hafði minnkað um 12.540 brúttótonn frá árinu 2012.
Opnir fiskibátar voru 862 og 4.170 brúttótonn að stærð. Opnum fiskibátum fjölgaði um sex milli ára og heildarstærð þeirra jókst um 60 brúttótonn.
Flest fiskiskip voru með skráða heimahöfn á Vestfjörðum í árslok 2013, alls 401 skip, en það eru um 23,6% fiskiskipastólsins.
Nánar á vef Hagstofunnar.