Guðmundur Kristjánsson í Brimi hefur staðfest að frystitogarinn Brimnes verði seldur til Rússlands. RÚV skýrði frá þessu í fjögurfréttum útvarps.
Guðmundur staðfesti einnig við RÚV að báðum áhöfnum skipsins hefði verið sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara.
Guðmundur var kosinn í stjórn HB Granda á aðalfundi félagsins síðastliðinn föstudag. Hann hafði þá nýverið keypt 34,1 prósenta eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í fyrirtækinu á 21,7 milljarða króna.