ff

Fiskiðnaður á Filippseyjum hefur orðið fyrir meira en 7,2 milljóna dollara tjóni (865milljónir ISK) af völdum flóða sem herjað hafa á landinu að undanförnu, að því er fram kemur á vefnum fis.com.

Rignt hefur stanslaust frá 20. júlí og úrkoman er margfalt meiri en landsmenn eiga að venjast í júlí.

Það er einkum fiskeldið sem orðið hefur illa úti í flóðunum. Um þrjú þúsund fiskseldisstöðvar urðu fyrir tjóni er eldisfiskur og eldisrækja hreinlega skoluðust í burt. Skip og fiskiðjuver skemmdust einnig.