Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr langstærsta útgerðin í krókaaflamarkskerfinu, samkvæmt yfirliti sem Fiskistofa hefur tekið saman. Stakkavík er með 3.171 þorskígildistonna kvóta sem eru rúm 7% af heildarkrókaaflamarki á fiskveiðiárinu 2015/2016.
Heildarkvóti sem úthlutað var í krókaaflamarkskerfinu í upphafi fiskveiðiársins var 44.742 þorskígildistonn. Fiskistofa birtir yfirlit yfir 50 stærstu útgerðir í krókaaflamarkinu og eru þær samtals með um 35 þúsunda tonna kvóta, eða rúm 78% af heildinni. 25 stærstu útgerðirnar eru með 58,1% kvótans, en 10 stærstu eru með 34,8% og 5 stærstu eru með 22%.
Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.