Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í krókaaflamarkskerfinu með um 7,3% heildarkvótanum í þessu kerfi. Tíu kvótahæstu útgerðir krókabáta ráða yfir um 35% kvótans og eru að megninu til í eigu manna sem reka fiskvinnslu.

Þetta kemur fram í úttekt í nýjustu Fiskifréttum á kvótahæstu útgerðum í krókaaflamarkskerfinu. Sú þróun hefur átt sér stað í smábátakerfinu að útgerðir sem jafnframt reka fiskvinnslu eru mjög áberandi. Á lista yfir 20 stærstu útgerðirnar eru að minnsta kosti 11 fyrirtæki sem reka fiskvinnslu. Í hópi 10 stærstu útgerðanna eru 7 útgerðir í beinni eða óbeinni eigu fiskverkenda og 2 til 3 útgerðir sem hafa sterk tengsl við fiskverkendur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.