Eggert Þór Kristófersson, forstjóri landeldisfyrirtækisins First Water, hefur fyrir hönd félagsins óskað eftir því við Ölfus að sveitarfélagið endurskoða áform sín um heimila byggingu mölunarverksmiðju Heidelberg við Laxabraut í Þorlákshöfn.

Þetta kemur fram í bréfi Eggerts Þórs sem lagt var fram í skipulagsnefnd- og umhverfisnefnd Ölfuss í gær og er ritað í samræmi við ósk sveitarfélagsins um nánari skýringar á áhyggjum sem First Water hafði lýst af fyrirhugaðri mölunarverksmiðju í nágrenni við laxeldisstöð fyrirtækisins.

Mjög neikvæð áhrif titrings á fiskeldi

Verði ekki hætt við áformin óskar First Water eftir því að málsmeðferð sveitarfélagsins verði breytt þannig að fyrirtækinu og öðrum hagsmunaðilum gefist ekki minna sex mánaða frestur til að afla sérfræðiálita og til að setja fram ítarlega athugasemdir vegna framkvæmdanna við mölunarverksmiðjuna.

Efnislega nefnir forstjóri First Water fyrst fremst annars vegar titring frá þungaflutningum að starfsemi Heidelberg og ekki síður titring frá mölunarverksmiðjunni sjálfri og hins vegar rykmengun.

„First Water telur mjög mikilvægt að mat sé lagt á slíkt enda ljóst að viðvarandi titringur getur haft mjög neikvæðar afleiðingar á eldi fisks,“ segir í umsögn First Water.

Óljósir filterar eigi að stöðva rykmengun

Hvað rykmengun varðar tiltekur First Water að matsskýrslu vegna áforma Heidelberg sé tiltekið að ekki sé gert ráð fyrir rykmengun frá verksmiðjunni sjálfri eða efnisflutningum til hennar. Þessari umfjöllun sé hins vegar verulega ábótavant. Aðeins sé sagt að settir verði upp viðeigandi filterar og annar búnaður sem eigi að tryggja að mengun fari ekki út í andrúmsloftið.

„Telur First Water einsýnt að hér þurfi að gera mun nákvæmari og viðameiri grein fyrir hvaða mótvægisaðgerða gripið verður til ásamt rökstuðningi um að þær væru fullnægjandi en ekki láta óljósa, almenna tilvísun nægja,“ segir í erindi First Water.

Mengunarhætta af hafnarframkvæmdum og umferð um höfnina

Landeldisfyrirtækið hafði einnig lýst áhyggjum af hafnarframkvæmdum sem leggja eigi í vegna starfsemi Heidelberg. First Water nýtir bæði jarðsjó úr um 90 metra borholum og grunnvatn úr 15 til 30 metra djúpum holum. Í erindinu sem lagt var fram í gær er bent á að „gríðarleg umferð verður á svæðinu af hálfu Heidelberg eða rúmlega 100 vörubílar á dag,“ eins og segir í bréfinu. Auk þess verði mikil umferð stórra skipa um höfnina.

„Matsskýrslan tilgreinir ekkert um líkur á mengunarslysum sem kunna að hljótast af þessari umferð og áhrif sem það myndi hafa, bæði á grunnvatni og sjó,“ lýsir First Water áhyggjum sínum að þessu leyti.

Ekki hægt að byggja á fyrirliggjandi umhverfismati

Þá bendir forstjóri First Water á að það sé „ekki hlutverk einstaklinga eða fyrirtækja að framkvæma eða leggja upp rannsókn á mögulegum neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda“. Taka hefði átt á því í sjálfu umhverfismatinu.

„Að mati First Water er fyrirliggjandi umhverfismat ekki nægjanlega ítarlegt til að á því verði byggð endanleg ákvörðun um fyrirhugaðar framkvæmdir við mölunarverksmiðju og nýja höfn,“ segir í erindi félagsins þar sem er, eins og fyrr segir, óskað eftir því að Ölfus endurskoða áform um leyfa mölunarverksmiðjuna eða gefa ella minnst hálfs árs frest til að koma fram með frekari athugasemdir.

Ölfus kallar eftir tafarlausum svörum frá Heidelberg

Erindi First Water var rætt í skipulagsnefnd- og umhverfisnefnd Ölfus í gær. Nefndin segir það varpa skýrara ljósi á þann varhug sem fyrirtækið geldur við áformum Heidelberg. Minnir nefndin á að bæði umhverfismat, breyting á deiliskipulagi og breyting á aðalskipulagi hafi farið fram í samræmi við lög og reglugerðir sem gildi um slíka málsmeðferð. Eftir sem áður sé það einlægur vilji skipulagsnefndar til að vinna málið áfram í sem mestri sátt og af fullum heilindum.

Samþykkti nefndin að „kalla tafarlaust eftir ítarlegum svörum frá Heidelberg um allt það sem tengist titring og mögulegri hávaðamengun frá fyrirhugaðri starfsemi þeirra“ og „um allt það sem tengist mögulegri rykmengun frá fyrirhugaðri starfsemi þeirra“ og að í kjölfarið verði fengið álit frá til þess bærum þriðja aðila.

Íbúarnir einir fara með hið endanlega vald

Varðandi mengunarslys vegna hafnarstarfsemi samþykkt nefndin að láta vinna hættumat fyrir bæði Þorlákshöfn og vænta höfn í Keflavík. „Þar verði lagt mat á þá hættu sem mögulega gæti fylgt hafnarrekstri bæði í Keflavík og Þorlákshöfn. Einnig verði lagðar fram mótvægisaðgerðir ef hættumat kallar á slíkt,“ segir meðal annars í samþykkt nefndarinnar.

Þá ítrekar nefndin það sem áður hefur verið ákveðið um að starfsemi Heidelberg verði ekki samþykkt nema að undangenginni kosningu meðal íbúa. „Þeir einir fara með hið endanlega vald og til að tryggja upplýsta ákvörðun er mikilvægt að vanda til upplýsingaöflunar,“ segir nefndin.

Hagsmunaaðilar vandi framgang sinn

Í framhaldi af samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í minnisblaði að sveitarfélagið Ölfus vilji taka skýrt fram að athugasemdum FW sé tekið alvarlega enda ljóst sé að engin vilji gera neitt sem skaðað geti náttúruna eða nýtingu hennar til verðmætasköpunar hvort sem slíkt sé á forsendum laxeldis, vinnslu umhverfisvænna jarðefna eða annarra greina. Verkfræðistofu verði falið að vinna mat á hættum sem stafi af hafnarframkvæmdum og umferð um fyrirhugaða höfn.

„Á sama hátt er mikilvægt að sameiginlegur skilningur ríki á því að á næstu árum stefnir Sveitarfélagið Ölfus að því að koma upp margvíslegri starfsemi á athafnasvæði vestan við Þorlákshöfn. Vonir standa til að sá stjórnsýslulegi ferill sem settur hefur verið í gang tryggi málefnalega umræðu, samstarf og vandaðan framgang allra hagsmunaaðila.“

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri landeldisfyrirtækisins First Water, hefur fyrir hönd félagsins óskað eftir því við Ölfus að sveitarfélagið endurskoða áform sín um heimila byggingu mölunarverksmiðju Heidelberg við Laxabraut í Þorlákshöfn.

Þetta kemur fram í bréfi Eggerts Þórs sem lagt var fram í skipulagsnefnd- og umhverfisnefnd Ölfuss í gær og er ritað í samræmi við ósk sveitarfélagsins um nánari skýringar á áhyggjum sem First Water hafði lýst af fyrirhugaðri mölunarverksmiðju í nágrenni við laxeldisstöð fyrirtækisins.

Mjög neikvæð áhrif titrings á fiskeldi

Verði ekki hætt við áformin óskar First Water eftir því að málsmeðferð sveitarfélagsins verði breytt þannig að fyrirtækinu og öðrum hagsmunaðilum gefist ekki minna sex mánaða frestur til að afla sérfræðiálita og til að setja fram ítarlega athugasemdir vegna framkvæmdanna við mölunarverksmiðjuna.

Efnislega nefnir forstjóri First Water fyrst fremst annars vegar titring frá þungaflutningum að starfsemi Heidelberg og ekki síður titring frá mölunarverksmiðjunni sjálfri og hins vegar rykmengun.

„First Water telur mjög mikilvægt að mat sé lagt á slíkt enda ljóst að viðvarandi titringur getur haft mjög neikvæðar afleiðingar á eldi fisks,“ segir í umsögn First Water.

Óljósir filterar eigi að stöðva rykmengun

Hvað rykmengun varðar tiltekur First Water að matsskýrslu vegna áforma Heidelberg sé tiltekið að ekki sé gert ráð fyrir rykmengun frá verksmiðjunni sjálfri eða efnisflutningum til hennar. Þessari umfjöllun sé hins vegar verulega ábótavant. Aðeins sé sagt að settir verði upp viðeigandi filterar og annar búnaður sem eigi að tryggja að mengun fari ekki út í andrúmsloftið.

„Telur First Water einsýnt að hér þurfi að gera mun nákvæmari og viðameiri grein fyrir hvaða mótvægisaðgerða gripið verður til ásamt rökstuðningi um að þær væru fullnægjandi en ekki láta óljósa, almenna tilvísun nægja,“ segir í erindi First Water.

Mengunarhætta af hafnarframkvæmdum og umferð um höfnina

Landeldisfyrirtækið hafði einnig lýst áhyggjum af hafnarframkvæmdum sem leggja eigi í vegna starfsemi Heidelberg. First Water nýtir bæði jarðsjó úr um 90 metra borholum og grunnvatn úr 15 til 30 metra djúpum holum. Í erindinu sem lagt var fram í gær er bent á að „gríðarleg umferð verður á svæðinu af hálfu Heidelberg eða rúmlega 100 vörubílar á dag,“ eins og segir í bréfinu. Auk þess verði mikil umferð stórra skipa um höfnina.

„Matsskýrslan tilgreinir ekkert um líkur á mengunarslysum sem kunna að hljótast af þessari umferð og áhrif sem það myndi hafa, bæði á grunnvatni og sjó,“ lýsir First Water áhyggjum sínum að þessu leyti.

Ekki hægt að byggja á fyrirliggjandi umhverfismati

Þá bendir forstjóri First Water á að það sé „ekki hlutverk einstaklinga eða fyrirtækja að framkvæma eða leggja upp rannsókn á mögulegum neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda“. Taka hefði átt á því í sjálfu umhverfismatinu.

„Að mati First Water er fyrirliggjandi umhverfismat ekki nægjanlega ítarlegt til að á því verði byggð endanleg ákvörðun um fyrirhugaðar framkvæmdir við mölunarverksmiðju og nýja höfn,“ segir í erindi félagsins þar sem er, eins og fyrr segir, óskað eftir því að Ölfus endurskoða áform um leyfa mölunarverksmiðjuna eða gefa ella minnst hálfs árs frest til að koma fram með frekari athugasemdir.

Ölfus kallar eftir tafarlausum svörum frá Heidelberg

Erindi First Water var rætt í skipulagsnefnd- og umhverfisnefnd Ölfus í gær. Nefndin segir það varpa skýrara ljósi á þann varhug sem fyrirtækið geldur við áformum Heidelberg. Minnir nefndin á að bæði umhverfismat, breyting á deiliskipulagi og breyting á aðalskipulagi hafi farið fram í samræmi við lög og reglugerðir sem gildi um slíka málsmeðferð. Eftir sem áður sé það einlægur vilji skipulagsnefndar til að vinna málið áfram í sem mestri sátt og af fullum heilindum.

Samþykkti nefndin að „kalla tafarlaust eftir ítarlegum svörum frá Heidelberg um allt það sem tengist titring og mögulegri hávaðamengun frá fyrirhugaðri starfsemi þeirra“ og „um allt það sem tengist mögulegri rykmengun frá fyrirhugaðri starfsemi þeirra“ og að í kjölfarið verði fengið álit frá til þess bærum þriðja aðila.

Íbúarnir einir fara með hið endanlega vald

Varðandi mengunarslys vegna hafnarstarfsemi samþykkt nefndin að láta vinna hættumat fyrir bæði Þorlákshöfn og vænta höfn í Keflavík. „Þar verði lagt mat á þá hættu sem mögulega gæti fylgt hafnarrekstri bæði í Keflavík og Þorlákshöfn. Einnig verði lagðar fram mótvægisaðgerðir ef hættumat kallar á slíkt,“ segir meðal annars í samþykkt nefndarinnar.

Þá ítrekar nefndin það sem áður hefur verið ákveðið um að starfsemi Heidelberg verði ekki samþykkt nema að undangenginni kosningu meðal íbúa. „Þeir einir fara með hið endanlega vald og til að tryggja upplýsta ákvörðun er mikilvægt að vanda til upplýsingaöflunar,“ segir nefndin.

Hagsmunaaðilar vandi framgang sinn

Í framhaldi af samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í minnisblaði að sveitarfélagið Ölfus vilji taka skýrt fram að athugasemdum FW sé tekið alvarlega enda ljóst sé að engin vilji gera neitt sem skaðað geti náttúruna eða nýtingu hennar til verðmætasköpunar hvort sem slíkt sé á forsendum laxeldis, vinnslu umhverfisvænna jarðefna eða annarra greina. Verkfræðistofu verði falið að vinna mat á hættum sem stafi af hafnarframkvæmdum og umferð um fyrirhugaða höfn.

„Á sama hátt er mikilvægt að sameiginlegur skilningur ríki á því að á næstu árum stefnir Sveitarfélagið Ölfus að því að koma upp margvíslegri starfsemi á athafnasvæði vestan við Þorlákshöfn. Vonir standa til að sá stjórnsýslulegi ferill sem settur hefur verið í gang tryggi málefnalega umræðu, samstarf og vandaðan framgang allra hagsmunaaðila.“