Hið árlega Tímarit Fiskifrétta er komið út en þar eru gjarnan birt ítarlegri viðtöl og greinar um málefni sjávarútvegsins en rúmast í vikublaðinu Fiskifréttum. Tímaritið er sent öllum áskrifendum Fiskifrétta og Viðskiptablaðsins og dreift víðar.

Meðal efnis:

Menn treystu sér ekki upp úr skotgröfunum . - Viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.

Piltar kóngsins plataðir. - Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Hágangi II segir frá hörðum átökum við norsku strandgæsluna í Svalbarðadeilunni sem stundum tóku á sig skoplegan blæ.

Ekki sjálfgefið að auðlindin skili góðri afkomu . - Rætt við Stefán Friðriksson framkvæmdastjóra Ísfélags Vestmannaeyja.

Sólþurrkaður saltfiskur og pangasteikur . - Í Kolaportinu er verslað er með fisk frá fjarlægum löndum jafnt sem íslenskt sjávarfang.

Frá Dalvík til stærstu útgerðar Noregs . - Ari Theódór Jósefsson útgerðarstjóri Havfisk segir frá þessari norsku stórútgerð.

Íslendingar reka tvær þurrkverksmiðjur í Noregi. - Rætt við forsvarsmenn Ice Group í Reykjanesbæ.

Sjávarklasinn – Silíkondalur sjávarútvegsins. - Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans tekinn tali.

Gerbreyta gæðum og heilnæmi fisksins. - Starfsmenn Matís segja frá velheppnuðu þróunarverkefni í Tansaníu.

Vagga sjávarútvegsfræði á Íslandi. - Fiskifréttir heimsækja Háskólann á Akureyri og ræða við nemendur, kennara og fræðimenn tengda sjávarútvegsdeild skólans.