Tímariti Fiskifrétta hefur nú verið hleypt af stokkunum en þar gefst kostur á að birta ítarlegri viðtöl og greinar um málefni sjávarútvegsins en rúmast í vikublaðinu Fiskifréttum. Tímaritið er sent öllum áskrifendum Fiskifrétta og Viðskiptablaðsins og dreift víðar.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Í tímaritinu eru viðtöl og greinar um sjávarútvegsmál. Meðal efnis:
- Lítil á alþjóðlegan mælikvarða. Viðtal við Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar.
- Icelandic Group á tímamótum. Rætt við Lárus Ásgeirsson forstjóra.
- Huginsútgerðin í Vestmannaeyjum. Spjallað við bræðurna þrjá sem að útgerðinni standa.
- Fiskveiðistjórnun í heiminum. Ragnar Árnason prófessor upplýsir hvernig henni sé háttað.
- Gríðarleg áhrif af hlýnun sjávar. Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar spáir í spilin.
- Ríkisstjórnin vill enga sátt. Þorvaldur Garðarsson smábátaeigenda í Þorlákshöfn segir frá starfsferli sínum og áliti á aðgerðum stjórnvalda.
- Fiskurinn seldur lifandi úr landi. Rætt við Steindór Sigurgeirsson sem stundar sandhverfueldi í Kína.
- Miklir möguleikar í hlývatnseldi á Íslandi. Gluggað í nýbirta skýrslu.
- Risi á brauðfótum. Japanskur sjávarútvegur má muna fífil sig fegri.
- Grímsey og veiðigjaldið. Henning Jóhannesson segir fólk uggandi um framtíð útgerðar í eynni.