Íslensk stjórnvöld eru reiðubúin að endurskoða kröfur sínar um 16-17 prósenta hlutdeild í makrílkvótanum gegn því að fá að veiða makríl innan lögsagna Norðmanna og Evrópusambandsins. Samningafundi Íslendinga, Evrópusambandsins, Færeyinga og Norðmanna í makríldeilunni, sem hófst í fyrradag í Osló, er lokið.
Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslands, segir í samtali við fréttastofu RÚV að íslenska samninganefndin hafi áréttað meginkröfu Íslendinga um 16-17% hlut í heildarkvótanum en lýst vilja sínum til að lækka þá hlutdeild gegn því að fá aðgang að lögsögu ESB og Noregs. Nefndin vonist til að þessu verði svarað með auknum sveigjanleika á móti til að brúa bilið milli aðila.
Tómas segir að andinn í viðræðunum núna hafi verið betra en hingað til.