Vel hefur gengið með tilraunaveiðar á hörpudiski í Breiðafirði frá því þær hófust í sumar. Einn bátur, Hannes Andrésson SH, hefur verið við þessar veiðar í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Í september fengust um 40 tonn af hörpudiski.
Bergur Garðarsson, skipstjóri á Hannesi Andréssyni, segir nýliðun góða á svæðum þar sem hann hefur verið við veiðar. Borist hafa á land um 20 kör af hörpudisk á dag. Bergur segir skelina fína og með fallegum bita. Hann er hóflega bjartsýnn á það að veiðar hefjist á ný á hörpudisk í Breiðafirði. Hann segir slíkar veiðar hentugar fyrir minni báta. Hægt væri að veiða nokkur hunduð tonn á ári með skynsamlegum veiðum.
Sjá nánar í Fiskifréttum.