Áhugi á því að veiða og vinna trjónukrabba hefur vaknað á ný en rúm 20 ár eru síðan reynt var að nýta trjónukrabbann hér á landi, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út leyfi til tilraunaveiða á trjónukrabba til tveggja aðila: Sægarps ehf. í Grundarfirði og Birgisáss ehf. í Búðardal. Ef fram fer sem horfir má gera ráð fyrir að allt að 4 bátar veiði trjónukrabba í gildrur í sumar. Leyfið gildir fram í ágúst. Miðast tilraunirnar fyrst og fremst að því að kanna veiðanleika trjónukrabba en Sægarpur mun auk þess hefja tilraunavinnslu.
Sjá nánar í Fiskifréttum.