Fiskþurrkunarfyrirtækið Haustak hf. á Reykjanesi er að prófa aðferðir til þess að þurrka saltfisk í þurrkklefa, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Miðað er að því að framleiða hágæðasaltfisk fyrir þann markað sem best borgar.
Margir áratugir eru liðnir síðan framleiðsla á þurrkuðum saltfiski vék fyrir brautverkuðum saltfiski á Íslandi. Enginn þurrkaður saltfiskur hefur verið fluttur út á Íslandi um langt árabil og sáralítið er framleitt af honum hér innanlands. Norðmenn stunda hins vegar umsvifamikla þurrkun á saltfiski.
Sjá nánar í Fiskifréttum.