Á sjávarútvegssýningunni sem lauk sl. laugardag undirritaði Landssamband smábátaeigenda ásamt MATÍS, Mode Slurry Ice Systems (MSIS), 3X Technologi og Þorvaldi Gunnlaugssyni á smábátnum Ásþóri RE-395 viljayfirlýsingu um samstarf við tilraunir og notkun ískrapavélar - Mode Slurry Ice Systems S-100C - um borð í Ásþóri RE.

Í fréttatilkynningu sem gefin var út við þetta tækifæri segir m.a. „að með tilkomu MSIS hafi skapast tækifæri til framþróunar varðandi kælingar afla smábáta.  Tækifærið felst í því að bjóða smábátaeigendum vél sem þeir geta t.d. látið framleiða vökvaís á útstími, eða áður en lagt er úr höfn og átt þannig alltaf til nægilega kaldan krapa til að kæla aflann hratt niður um leið og hann veiðist og hefur verið blóðgaður.

Sjá nánar á vef LF