Strandveiðar á svæði B, frá Ströndum til Eyjafjarðar, verða stöðvaðar frá og með næsta mánudegi. Það þýðir að síðasti veiðidagurinn á því svæður verður á morgun, fimmtudag.

Á vef Fiskistofu kemur fram nú síðdegis á miðvikudegi að búið sé að tilkynna löndun á 480 tonnum af 611 tonna hámarki á svæði B.

Síðasti dagur strandveiða á svæði A (norðvestursvæðinu) í júlímánuði var í gær og tók veiðibann þar við í dag.