Tilapia, ódýri eldisfiskurinn sem keppt hefur við þorsk á Vesturlöndum á undanförnum árum, er kominn í eldi á Íslandi og er væntanlegur á markað hérlendis síðar á þessu ári.
Tilapia er hlývatnsfiskur sem alin er við 27°C og ekki tekur nema sex mánuði að ala hann í áframeldi upp í sláturstærð. Matorka ehf. sem rekur fiskeldisstöð í Landssveit stefnir að 20 til 30 tonna eldi á þessu ári.
Nánar er fjallað um málið í Fiskifréttum sem komu út í dag.