Frystitogarinn Oddeyrin EA, skip Samherja Íslands ehf., er farinn til veiða á ný eftir miklar breytingar og endurbætur hér heima og erlendis. Breytingunum var lokið fyrir nokkru en hlé var gert á útgerð skipsins yfir erfiðustu vetrarmánuðina vegna breyttra rekstrarforsenda, að því er Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Oddeyrin EA fór utan á síðasta ári og var lengd í Stettin í Póllandi um rúma 10 metra. Skipið er nú 64,6 metrar að lengd. Jafnframt var skipinu breytt erlendis til að brenna svartolíu. Oddeyrin kom til Akureyrar úr þessum breytingum í byrjun september. Á Akureyri var vinnsludekkið síðan tekið í gegn og sett ný og endurbætt fiskvinnslulína í skipið.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.