Bergur-Huginn, dótturfélag Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, festi kaup á útgerðarfélaginu Bergi í október síðastliðnum. Með í kaupunum fylgdi ísfisktogarinn Bergur VE. Nú hefur togarinn verið seldur og er Vísir í Grindavík kaupandinn, eins og segir frá á heimasíðu Síldarvinnslunnar.
Togarinn var smíðaður hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1998 og er hann 569 brúttótonn að stærð með 1.300 hestafla vél.
Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent nýjum eiganda nú í vikubyrjun.