Lítið hefur orðið vart við íslensku sumargotssíldina fyrir vestan land en þrjú skip hafa leitað síldar þar undanfarið. Þau lágu hins vegar öll í Reykjavíkurhöfn í gær vegna óveðurs. Skipin sem um ræðir eru Venus, Víkingur og Ásgrímur Halldórsson.

"Það þyrftu fleiri skip að bætast í hópinn við leitina. Aðrir bíða bara átekta og láta okkur um þetta," segir Kristján Þorvarðarson stýrimaður á Venusi í viðtali  í Fiskifréttum í dag.

Sjá nánar í Fiskifréttum.