Tap á fiskveiðum í heiminum nam um 580 milljörðum króna (5 milljörðum Bandaríkjadala) árið 2004. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðabankans og FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2009 um afkomu fiskveiða í heiminum árið 2004.
Ragnar Árnason, prófessor við Hagfræðideild Háskólans Íslands, kom inn á þetta í erindi sem hann flutti á málþingi Áhugahóps háskólamanna um sjávarútvegsmál í Öskju í gær. Hann sagði skort á skipulagi við fiskveiðar víða um heim meginorsök þess að veiðarnar væru reknar með tapi.
Í erindi sínu nefndi Ragnar að ekki væri óvarlegt að áætla að í stað í stað 580 milljarða króna taps af fiskveiðum í heiminum árið 2004 hefði mátt fá 5.200 - 5.800 milljarða króna (45-50 milljónir Bandaríkjadala) í arð af atvinnugreininni með betra skipulagi.
Frá þessu er skýrt á vef LÍÚ .