Útgerð línubátsins M. Solhaug í Bátsfirði í Norður-Noregi veðjar á gömlu línubalana í stað beitingarvélar við smíði á nýjum 500 tonna báti sem verður afhentur næsta sumar. Gert er ráð fyrir að eitt þúsund balar af landbeittri línu verði um borð hverju sinni sem væntanlega er metfjöldi, að minnsta kosti á línuveiðum hér í Norður-Atlantshafi.

Ölver Árni Guðnason skipstjóri, sem starfar hjá norsku útgerðinni, segir í samtali við Fiskifréttir að útgerðarmaðurinn hafi prófað að gera út beitningarvélabát en ekki líkað það. Hann sé sannfærður um að það fiskist miklu meira á þá gerð af línu, taumum og krókum sem bátur útgerðarinnar noti núna en línan sé grennri en hinir bátarnir noti, taumarnir séu úr eingirni og krókarnir öðru vísi að lögun.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.