Fjörunytjar hafa þekkst um aldir en nú gengur yfir æði í Danmörk að blanda sjávarþangi úr Limafirði í öll möguleg og ómögulega matvæli.

Boðið er upp á kjötbollur með þangi og pylsur, einnig rjómaís, að ekki sé talað um franskbrauð með góðri flís af þangblönduðum osti.

Mjög mörg fyrirtæki á landsbyggðinni eru að þreifa sig áfram með þessi matvæli og fleiri þar sem nota má þurrkað þang sem íblöndunarefni. Sjá nánar frétt tvmidtvest.dk um málið HÉR .