Olíuflutningaskipið Thun Venern kom til Hafnarfjarðar í síðustu viku en þangað kemur það með nokkuð reglulegum hætti. Thun Venern sigl ir undir sænsku flaggi og var smíðað í Kína 2018. Heimahöfnin er Lid köping í Svíþjóð. Það er 150 metrar á lengd og 22,8 metrar á breidd, 12.770 brúttonn. Það flokkast sem millistórt olíuflutningaskip. Myndin er tekin þegar skipið skreið inn til Hafnarfjarðar í síðustu viku.