Vísindamenn hafa fundið ótvíræð merki þess að þróaður fiskiðnaður hafi verið við lýði í Bandríkjunum, við strönd Kyrrahafs, á forsögulegum tíma eða fyrir meira en 12 þúsund árum.
Frá þessu er greint á vefnum fishupdate.com. Hópur vísindamanna á vegum háskóla í Oregon hefur verið við fornleifagröft við strendur Kaliforníu og hefur grafið upp öngla og annan búnað sem fundust innan um leifar af skeljum og fiskbeinum. Sýna þessi tæki og ummerki að fiskur og sjávarfang hafi verið stór hluti af fæðuöflun indjána á svæðinu.
Grafin voru upp haglega gerð tól og tæki; þunn, tennt og oddhvöss sem greinilega voru notuð við fiskveiðarar.
Niðurstöður þessarar rannsóknar voru kynntar í marshefti tímaritsins Science. Þetta er elsti vitnisburður um sjósókn og nýtingu sjávardýra í Ameríku. Merkilegt þykir að fiskveiðar skuli hafa verið orðin þróuð atvinnugrein um 10 þúsund árum áður en rómverska heimsveldið varð til.
Indjánar eru taldir hafa komið til Ameríku frá Asíu eftir lok ísaldar um 10.500 árum fyrir Krists burð.