Í dag eru þrjátíu ár liðin frá því þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, bjargaði níu skipverjum af Barðanum GK-475 undan Hólahólum á Snæfellsnesi við sérlega erfiðar aðstæður.

Þessi frækilega björgun er söguleg af mörgum ástæðum, ekki síst vegna þess að um fyrstu stóru björgun íslenskrar þyrlu var að ræða. Það er samdóma álit flestra að ekki hefði reynst unnt að bjarga áhöfn Barðans nema með aðstoð þyrlunnar.

Sjá nánar á vef Landhelgisgæslunnar.