Þrjár útgerðir hafa veitt um 80% af gulllaxafla á fiskveiðiárinu eða 8.740 tonn, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Gulllax er utankvótategund. Öllum er frjálst að veiða hann en veiðar eru stöðvarðar eftir að ráðlögðum afla er náð. Beinar veiðar voru stöðvaðar í mars síðastliðnum. Það sem af er fiskveiðiárinu hafa veiðst tæp 10.700 tonn af gulllaxi.
Brimnes RE, skip Brims, hefur veitt langmest af gulllaxinum á yfirstandandi fiskveiðiári, eða 2.427 tonn. Samtals hafa þrjú skip Brims veitt um 4.044 tonn, eða um 38% af heildinni. Fjögur skip HB Granda hafa veitt samtals 3.792 tonn, eða um 35% af heildinni. Þrjú skip Þorbjarnar hf. veiddu 906 tonn.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.