Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2013/2014 þar sem blálanga, litli karfi og gulllax eru kvótasett.

Leyfilegur heildarafli fiskveiðiárið 2013/2014 í blálöngu er 2.400 tonn, í litla karfa 1.500 tonn og í gulllaxi 8.000 tonn.


Í reglugerðinni segir m.a. svo um úthlutun aflahlutdeilda í þessum þremur tegundum: Fyrir upphaf fiskveiðiársins 2013/2014, skal fiskiskipum, sem aflareynslu hafa í blálöngu, gulllaxi og litla karfa, innan íslenskrar fiskveiðilögsögu, á fiskveiðitímabilinu 16. ágúst 2010 til 15. ágúst 2013, úthlutað aflahlutdeild í þessum tegundum á grundvelli veiði­reynslu þeirra, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga um stjórn fiskveiða.