ff
Verð á grásleppuhrognum til veiðimanna hefur lækkað umtalsvert. Hrognatunnan skilaði í kringum 1.100 evrum í fyrra en lækkunin er um þriðjungur frá því verði, að því er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir í samtali við Fiskifréttir.
„Árið byrjaði vel en síðan fór verðið lækkandi. Kreppan í Evrópu hefur samt greinilega haft sitt að segja og framleiðendur segja okkur að þeir hafi tekið ákvörðun um að halda birgðum í lágmarki,“ segir Örn Pálsson.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.