Hagstofa Íslands greinir frá því að í júní hafi landaður afli íslenskra fiskiskipa verið 31,7 þúsund tonn sem er 33% minni afli en í júní í fyrra.

Samdráttinn má að mestu rekja til lítils uppsjávarafla, en í júní 2019 veiddist enginn uppsjávarafli samanborið við tæp 10,8 þúsund tonn í júní 2018.

Botnfiskafli dróst einnig saman um 12 prósent miðað við sama mánuð í fyrra og nam 28,5 þúsund tonnum.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júlí 2018 til júní 2019 var 1.080 þúsund tonn sem er samdráttur um 15% miðað við sama tímabil ári fyrr.

Afli í júní, metinn á föstu verðlagi, var 17,1% minni en í júní 2018.

Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.